Á síðasta þingi ÍA í apríl síðast liðinn þá var sett inn í reglugerð um val á Sjálfboðaliða ársins og tengt við val á Íþróttamanneskju Akraness. Viðburðurinn 6.jan. þegar kjör Íþróttamanneskju Akraness er tilkynnt verður því með viðbót í sinni flóru og verður val á Sjálfboðaliða ársins einnig tilkynnt og veitt viðurkenning af því tilefni.
Allir þeir sem vilja senda inn tilnefningu með góðum rökstuðningi gefst færi á því að senda á netfangið ia@ia.is merkt Sjálfboðaliði ársins. Frestur rennur út 27.desember 2024.
Úr reglugerð:
„Í byrjun desember (5.desember er dagur sjálfboðaliðans) ár hvert gefst íbúum Akraness og íþróttafélögum innan ÍA að tilnefna Sjálboðaliða ársins.
Öllum gefst kostur á að senda inn rökstudda tilnefingu, stjórn Íþróttabandalagsins fer yfir tilnefningar og velur.
Sá einstaklingur sem útnefningu hlýtur, fær boð á viðburðinn 6. jan. og tekur á móti sinni viðurkenningu.
Þar verða einnig þrír einstaklingar sem mæta og einn hlýtur viðurkenningu, aðrir blóm.“