ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sigurður Lárusson látinn

Sigurður Lárusson látinn

05/01/18

#2D2D33

Sigurður Lárusson fyrrum knattspyrnukappi og þjálfari er látinn 63 ára að aldri. Með
Sigurði er genginn mikill sómamaður sem markaði djúp spor í knattspyrnunni á
Akranesi. Hann var leikmaður ÍA á árunum 1979-1988 og einn lykilleikmaður þess á
þeim tíma og lék alls 295 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins lengstan þess tíma
sem hann lék með því og á þeim tíma leiddi hann liðið til tveggja Íslandsmeistaratitla
1983 og 1984 og fjögurra bikarmeistaratitla 1982,1983,1984,1986. Þessi tími er einn
sigursælasti í sögu ÍA og á þessum tíma náðist sá einstæði árangur að vinna deild og
bikar tvö ár í röð. Það er eina skiptið sem slíkt hefur tekist í íslenskri knattspyrnu.
Hann tók við þjálfun meistaraflokks ÍA 1988 og stýrði honum tvö keppnistímabil og
var spilandi þjálfari hluta af fyrra árinu. Sigurður lék 11 landsleiki á árunum 1981-
1984.
Sigurður var eftirminnilegur á leikvellinum. Hann bjó yfir mörgum af besti kostum
góðs leikmanns og féll vel inn í leikstíl Akranesliðsins. Hann var metnaðarfullur og
áræðin leikmaður. Eins var hann dugnaðarforkur með gott keppnisskap og gaf yfirleitt
allt sitt í leikina og uppskar eftir því.
Sigurður var fæddur á Akureyri 26 júní 1954 og ól allan sinn aldur þar utan áranna á
Akranesi. Hann lék með Akureyrarliðinu í fyrstu og síðan Þór þar til hann skipti yfir til
ÍA. Eftir að hann flutti á ný norður þjálfaði hann ýmis lið á því svæði um árabil.
Eiginkona Sigurðar er Valdís Þorvaldsdóttir og börn þeirra eru fjögur Lárus Orri
fæddur 1973, Sigurlína Dögg fædd 1978, Kristján Örn fæddur 1980 og Aldís Marta
fædd 1993.
Knattspyrnufélag ÍA þakkar Sigurði af heilum hug hans þátt í að setja
knattspyrnustarfið á Akranesi á þann stall sem það er. Valdísi, börnum þeirra,
barnabörnum sem og öðrum aðstandendum eru sendar hugheildar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar Lárussonar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content