Meistaraflokkur kvenna lék sinn síðasta leik á árinu þegar þær mættu Fjölni í æfingaleik í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3-1 sigri ÍA. Gréta Stefánsdóttir skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik jöfnuðu Fjölnisstúlkur með sjálfsmarki ÍA en Unnur Elva Traustadóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir tryggðu Skagastelpum sigurinn. Byrjunarliðið var þannig skipað: Ásta í markinu, Aníta og Björk hafsentar, Alexandra og Sandra bakverðir, Bryndís, Maren og Gréta á miðjunni, UnnurÝr og Veronica á köntunum og Heiður frammi. Inná komu: Vilborg, Eva María, Unnur Elva, Halla, Þórhildur, Bergdís Fanney, Fríða og Aldís Ylfa.
Nú fara stelpurnar í gott jólafrí og mæta galvaskar til leiks á nýju ári.