Síðasti vinnudagur á Garðavelli þetta vorið verður laugardaginn 16. apríl 2016 frá kl. 9 – 12 og er ætlunin m.a. að ljúka við að tyrfa svæðið á 15. / 16. braut, raka til í sandgryfjum og ljúka almennri tiltekt á vellinum. Mæting verður áfram í vélaskemmu þar sem verkefnum verður úthlutað.
Að sögn Brynjars vallarstjóra kemur völlurinn góður undan vetri og sömuleiðis hefur veður verið hagstætt síðustu daga. Langar okkur að hvetja sem flesta félagsmenn sem eiga tök á að aðstoða okkur að mæta og flýta um leið fyrir opnun vallarins.
Léttar veitingar verði í boði í vélaskemmu að loknum vinnudegi um kl. 12.
Powered by WPeMatico