HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Siðareglur ÍSÍ og ÍA

Samþykkt var að taka upp siðareglur ÍSÍ á 75. ársþingi ÍA 2019

Siðareglur þessar eiga við um alla aðila innan ÍSÍ og sambandsaðila, þ.e. sérsambönd og héraðssambönd/ íþróttabandalög og í öllu starfi og viðburðum sem skipulagðir eru af íþróttahreyfingunni. Kynntu þér og tileinkaðu þær siðareglur sem hér er að finna:

  1. Komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
  2. Gættu trúnaðar og þagmælsku í störfum þínum en þó innan takmarkana lögboðinnar tilkynningarskyldu.
  3. Misnotaðu ekki valdastöðu þína eða hvers konar yfirburði sem þú kannt að hafa yfir öðrum.
  4. Gættu jafnræðis og varastu að misbjóða virðingu einstaklinga eða hópa t.d. hvað varðar kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, félagslega stöðu, aldur, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins.
  5. Taktu aldrei, hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti þátt í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti og þess háttar viðburðum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði sem þú getur haft áhrif á.
  6. Þiggðu hvorki gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða  hlutleysi þitt.
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content