Golfklúbburinn Leynir skrifaði undir samning fimmtudaginn 2. mars við Steinþór Árnason um rekstur golfskálans og veitingasölu sumarið 2017.
Steinþór hefur víðtæka reynslu af rekstri kaffihúsa, veitingastaða og hótela bæði á Íslandi og erlendis sem án efa mun nýtast til að gera góðan golfskála enn betri.
Golfskálinn og veitingareksturinn mun fá rekstrarheitið 19 holan sem á vel við þvi hvað er betra en að koma við í skálanum og fá sér drykki eða annað matarkyns fyrir eða að loknum góðum 18 holu golfhring.
Stjórn Golfklúbbsins Leynis óskar Steinþóri gæfu og velfarnaðar með reksturinn.
Ef kylfingar og aðrir gestir Garðavallar hafa fyrirspurnir um veitingar í sumar eða annað sem snýr að golfskálanum má senda fyrirspurnir á netfangið 19holanakranesi@gmail.com og einnig leynir@leynir.is
Mynd: Steinþór Árnason og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis að lokinni undirskrift samnings.