ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Samantekt Íslandsmeistramótið i 50m laug

Samantekt Íslandsmeistramótið i 50m laug

25/04/18

im50group


Þrjá verðlaunapeninga, 19 úrslitasund og 35 bætingar tóku SA krakkarnir með sér heim á Skagann eftir góða helgi á IM.

SA var með 11 sundmenn á mótinu þetta árið og af því voru tveir sundmenn 13 ára, sem voru að stíga sín fyrstu skref á IM en það voru þær Ingiibjörg Svava Magnúsardóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir.
Ngozi Jóhanna Eze náði lágmörkum á mótið en þurfti því miður að draga sig út vegna veikinda.

Heilt á litið var þetta góð helgi hjá þeim með misjöfnum dögum að sjálfsögðu en aðdáunarvert var að sjá hversu góður andi og samstaða var í hópnum, þau voru með frábæra bakkaupphitun saman sem mátti sjá að vakti mikla hrifningu á mótinu.

Atli Vikar Ingimundarson stimplaði sig inn sem öflugur flugsundsmaður um helgina og vann brons í 100 metrum og bætti sig vel í 50 metrunum þar sem hann endaði í 4. sæti. Hann hefur bætt sig mikið í tækninni og það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með hvert þetta leiðir hann.

Sævar Berg Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og vann silfur í 50m bringusundi. Smá eymsli í fótum gerðu honum aðeins erfitt fyrir í 100 metrunum og endaði hann í 7. sæti. Í öðrum sundum var Sævar einnig að bæta sig mjög vel.

Brynhildur Traustadóttir setti Akranesmet í 1500m skriðsundi um helgina en hún bætti þar tímann sinn sem hún hafði sett aðeins tveim vikum áður.
Brynhildur gerði góða hluti ekki bara í 1500m heldur bætti hún tímann sinn líka í 50m, 200m, 400m og 1500m. Flugsudið var ekki alveg eins og hún vildi þessa helgina en hún var þó að synda nálægt sínum bestu tímum.

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir átti góða helgi og var að bæta tímana sína í brigusundi og náði að synda sig í úrslitasund í bæði 50 og 100 metra bringusundi en þurfti að skrá sig úr 200m bringusundi vegna tognunar í læri síðasta daginn.

Ásgerður Jing Laufeyjardóttir átti einnig góða helgi og hafnaði í 5. sæti í 100m brigusundi og var að bæta sig vel um helgina í 50, 100 og 200 metra bringusundi.

Erlend Magnússon var að bæta tímann sinn í 50m flugsundi og átti einnig gott sund í 50m baksundi þar sem hann hafnaði í 8. sæti. Erlend náði sér í flensu í undirbúningnum fyrir mótið en hann nýtti allan þann kraft sem hann átti um helgina og var partur af boðsundssveit karla sem hafnaði í þriðja sæti.

Sindri Andreas Bjarnason átti einnig við veikindi að stríða um helgina og þurfti að skrá sig úr sínum uppáhalds greinum og þar á meðal úrslitasundi í 1500m skriðsundi. En hann átti góðan sprett í boðsundssveit karla sem vann brons á mótinu.

Eyrún Sigþórsdóttir var að synda í kring um sinn besta tíma um helgina og átti marga góða spretti í boðsundum.

Enrique Snær Llorens synti einnig í kring um sinn besta tíma í sínum greinum um helgina og var að sýna mjög góðar bætingar í tækni. Hann synti 100, 200 og 400 m skriðsund.

Bjartey og Ingibjörg voru að standa sig vel á sínu fyrsta stórmóti.
Bjartey bætti tímann sinn um heila sek. í 50m bringusundi. Hún var við sinn besta tíma í 100 bringu og synti boðsund.
Ingibjörg bætti tímann sinn í 200m skriðsundi og tók einnig þátt í boðsundi.

Boðsundssveitin okkar í 4x100m fjórsundi karla gerði vel og hafnaði í þriðja sæti, en sveitina skipuðu þeir Erlend Magnusson, Atli Vikar Ingimundarsson, Sævar Berg Sigurðsson, Sindri Andreas Bjarnasson.

Silfur:
Sævar Berg Sigurðsson 50m bringusund

Brons:
Atli Vikar Ingimundarsson 100m flugsund
4×100 fjórsundboðsund (Erlend Magnusson, Atli Vikar Ingimundarsson, Sævar Berg Sigurðsson, Sindri Andreas Bjarnasson)

4. sæti
Brynhildur Traustadóttir 1500m skriðsund
Atli Vikar Ingimundarsson 50m flugsund

5. sæti
Brynhildur Traustadóttir 400 skriðsund
Brynhildur Traustadóttir 200 skriðsund
Ásgerður Jing Laufeyjardóttir 100 bringusund
4×100 skriðsund blandað (Sævar Berg, Enrique, Eýrun, Ingibjörg)

6. sæti
Atli Vikar Ingimundarsson 100 skriðsund
4x200m skriðsund boðsund (Brynhildur, Ásgerður, Ragnheiður Karen, Ingibjörg Svava)
4×100 m skriðsund strákar (Sævar Berg, Atli Vikar, Enrique, Sindri Andreas)

7. sæti
Brynhildur Traustadóttir 50m flugsund
Atli Vikar Ingimundarsson 50m baksund
Sævar Berg Sigurðsson 100m bringusund
Sævar Berg Sigurðsson 100 flugsund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m bringusund

8. sæti
Brynhildur Traustadóttir 50m skriðsund
Erlend Magnusson 50m baksund
Ásgerður Jing Laufeyjardóttir 200m bringusund
Ásgerður Jing Laufeyjardóttir 50m bringusund
Sævar Berg Sigurðsson 50m skriðsund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m bringusund
4×100 fjórsund stelpur (Ásgerður, Ragnheiður, Brynhildur, Eyrún)
4×100 skriðsund stelpur ( Brynhildur, Ragnheiður Karen, Eyrún, Ásgerður Jing)

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content