ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Samantekt frá IM 50 2016 – Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari

Samantekt frá IM 50 2016 – Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari

27/04/16

IMG_0957

Um helgina var haldið Íslandsmeistaramót í sundi í 50m laug. Mótið fór fram í Laugardalslaug í Reykjavík.
Tíu sundmenn frá Sundfélagi Akraness höfðu tryggt sér lágmörk og tóku þátt í mótinu. Sundfélagið eignaðist einn Íslandsmeistara.

DSC_0154

Íþróttamaður Akraness frá því í fyrra, Ágúst Júlíusson, sigraði í æsispennandi viðureign í 50m flugsundi þar sem hann varð 6/100 úr sekúndu á undan næsta manni.
Ekki var spenan minni í úrslitum í 100m flugsundi þar sem hann varð í öðru sæti en 1/100 hluti úr sekúndu skildi að Ágúst og þann sem varð í fyrsta sæti.

Þá varð Sævar Berg Sigurðsson annar í 200m bringusundi auk þess sem hann hafnaði í þriðja sæti í 50m bringusundi og í fjórða sæti í 100m bringusundi.

Aðrir sem syntu til úrslita voru Atli Vikar Ingimundarson sem varð fjórði í 100m flugsundi auk þess sem hann varð fimmti í 50m flugsundi.
Una Lára Lárusdóttir keppti í til úrslita í 200m baksundi þar sem hún varð í fimmta sæti. Una Lára keppti jafnframt í 50m skriðsundi þar sem hún hafnaði í áttunda sæti.

Aðrir sem tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár af hálfu Sundfélags Akraness voru: Ásgerður Jing Laufeyjardóttir, Brynhildur Traustadóttir, Erlend Magnússon,
Eyrún Sigþórsdóttir, Sindri Andreas Bjarnason og Sólrún Sigþórsdóttir. Öll voru þau félagi sínu til sóma; alls setti sundfólkið frá Akranesi þrjátíu persónuleg met.

IMG_0958                                                                              teamia

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content