HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

saga íþróttabandalags akraness

1956 – 1966

Auk KA og Kára eru ný aðildarfélög að ÍA á þessu árabili Sundfélag Akraness og Ungmennafélagið Skipaskagi. Skíðafélagið sem hafði haldið uppi nokkurri starfsemi m.a.a bygg skíðaskála í Skarðsheiðinni, var lagt niður um 1960.

Á þessu árabili vinna Skagamenn Íslandsmeistaratitla árið 1957, 1958 og 1960. Í lok þessa tímabils er Golfklúbbur stofnaður og gerist aðili að bandalaginu um 1965.

Árið 1965 keppa tvær stúlkur þær Magnea Magnúsdóttir og Anna Helgadóttir frá Akranesi í meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum og stóðu sig vel. Sigrún Jóhannsdóttir setti íslandsmet í hástökki á Bislet leikvanginum í Ósló, og er eini Skagamaðurinn sem það hefur gert. Einnig eru sundmenn farnir að minna á sig og vinna góða sigra. Árið 1966 átti ÍA 20 ára afmæli og þess minnst á ýmsan hátt, m.a. með sérstöku hátíðarþingi.

1966 – 1976

Í tilefni af 20 ára afmæli ÍA 1966 afhenti Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ Guðmundi Sveinbjörnssyni formanni ÍA æðsta heiðursmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf að íþróttamálum. Árið 1969 verður Garðavöllur fullgildur 9 holu keppnisvöllur.

Sumarið 1975 sjá Ungmennafélagið Skipaskagi og UMSB sameiginlega um framkvæmd Landsmóts UMFÍ, var það mjög merkur íþróttaviðburður og jafnframt lang fjölmennasta íþróttamót sem haldið hafði verið á Akranesi.

Skagamenn urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla árin 1970, 1974 og 1975. Sundkappinn Guðjón Guðmundsson keppti á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. Guðjón keppti í 100m og 200m bringusundi og setti Íslands- og Norðurlandamet í 200m bringusundi á leikunum. Guðjón var sama ár kosinn Íþróttamaður ársins á Íslandi og er hann fyrsti Akurnesingurinn sem verður þess heiðurs aðnjótandi.

1976 – 1986

Þann 24. janúar 1976 er Íþróttahúsið að Vesturgötu vígt. Þáttur íþróttafólks á Akranesi var mikill við vígslu hússins, með skrúðgöngu, fánahyllingu og keppni í allflestum íþróttagreinum sem æfðar voru á Akranesi á þeim tíma. Árið 1978 fá Leynismenn afnot af sveitabænum Grímsholti og var húsið tekið í notkun sem félagsheimili golfklúbbsins sama ár.

Skagamenn voru sigursælir í knattspyrnu á þessum áratug, lið ÍA varð Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla árin 1977, 1983 og 1984 og bikarmeistarar 1978, þrjú ár í röð 1982 – 1984 og síðan aftur 1986. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu tvö ár í röð 1984 og 1985. Sundgarparnir Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson voru áberandi og settu fjölda meta, Ingi Þór keppti á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984.

1986 – 1996

Árið 1986 verður skipulagsbreyting hjá Íþróttabandalagi Akraness, sérráð bandalagsins eru lögð niður og stofnuð eru sjálfstæð félög. Knattspyrnufélögin KA og Kári sameinuðust í Knattspyrnufélag ÍA. Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum er vígt 1988 og við það skapast aukið svigrúm til íþróttaiðkunar.

Á þessum áratug litu nokkur ný íþróttafélög dagsins ljós, Hestamannafélagið Dreyri gengur í ÍA 1990, Karatefélag Akraness er stofnað 1990, Fimleikafélag Akraness og Íþróttafélagið Þjótur eru stofnuð 1992 og Boltafélagið Bruni 1995.

Skagamenn gerðu það gott í knattspyrnunni á þessum árum, kvennaliðið varð Íslandsmeistari árið 1987, bikarmeistari árið 1989 og síðan þrjú ár í röð árin 1991 – 1993. Meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari 5 ár í röð 1992 – 1996 eftir að hafa unnið sig upp úr 1. deild árið 1991, þar af var liðið líka bikarmeistari árin 1993 og 1996. Körfuknattleiksfélag Akraness vann sér sæti í Úrvalsdeild árið 1993.

Sunddrottningin Ragnheiður Runólfsdóttir var á hátindi ferils síns, hún keppti á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og Barcelona 1992. Ragnheiður var kjörin Íþróttamaður ársins á Íslandi árið 1991.

1986 – 1996

Á þessum áratug koma inn nokkrar nýjar íþróttagreinar í íþróttaflóru bæjarins, Keilufélag Akraness er stofnað 1997 og undir merkjum Ungmennafélagsins Skipaskaga er lagt stund á línudans, frjálsar íþróttir og hnefaleika.

Árið 1996 varð Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni Íslandsmeistari í golfi. Félagi hans úr Leyni Þórður Emil Ólafsson fylgdi síðan í kjölfarið og varð Íslandsmeistari árið 1997. Badmintonspilarinn Drífa Harðardóttir varð Íslandsmeistari í tvenndarleik árið 2003 og aftur í tvíliða- og tvenndarleik árið 2004.

Skagamenn urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla árið 2001 og bikarmeistarar árin 2000 og 2003. Ný sunddrottning steig fram á sjónarsviðið, þar sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti fjöldann allan af metum og keppti á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 og aftur í Aþenu árið 2004. Akraneshöllin fjölnota íþróttahús Akurnesinga er vígt að Jaðarsbökkum 21. október 2006. Í tilefni af 60 ára afmæli ÍA og vígslu hallarinnar heiðraði ÍA 29 einstaklinga sem unnið hafa ötullega innan hreyfingarinnar á liðnum áratugum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content