ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sæti í Úrslitakeppninni klárt

Sæti í Úrslitakeppninni klárt

19/02/15

#2D2D33

‘-102 – 91 sigur á Breiðablik
Skagamenn og Breiðablik mættust í kvöld í frestuðum leik frá því í desember. Fyrir leikinn deildu ÍA og Valur 4. sætinu og Breiðablik kom á eftir þeim í 6. sæti. Það hafði áhrif á leik Breiðabliks að um frestaðan leik var að ræða þar sem reglur KKÍ eru mjög skýrar hvað varðar frestaða leiki og löglega leikmenn, en einungis þeir leikmenn sem eru skráðir í viðkomandi félög á upphaflegum leikdegi eru gjaldgengir í leik á nýjum leikdegi. Blikar hafa gert þónokkrar breytingar á leikmanna hópi sínum frá því í desember og gátu því ekki notað nýju leikmennina í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrlsitakeppninni. Leikurinn bar þess nokkuð merki en til að gera langa sögu stutta höfðu Skagamenn sigur 102 – 91. Þetta þýðir að ÍA sitja nú einir í 4. Sætinu, Valsmenn koma í 5. sæti og Breiðablik enn í því 6.Þetta þýðir að enn eru átta stig í pottinum fyrir Blika en þeir geta þó ekki náð 4. sæti (eða 5. sæti) af ÍA þar sem Skagamenn hafa betur innbyrðis eftir kvöldið með tvo sigra gegn 1 sigri Blika. Vonir Breiðabliks um sæti í úrslitakeppni nú eru að treysta á að sigra í öllum fjórum leikjum sínum og á sama tíma treysta á að Valsmenn misstígi sig og taki stór feilspor í næstu leikjum.

Breiðablik eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í kvöld og greinilegt að þeir hafa fullt af efnilegum strákum sem voru tilbúnir í leikinn í kvöld, en fullskipað lið Skagamanna sýndi að þeir eru einnig með hörku lið og hafa nú unnið 4 leiki í röð.

Maður leiksins í kvöld var Zachary Jamarco Warren en hann skoraði 48 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum og hitti hvorki meira né minna en úr 10 af 17 skotum fyrir utan 3ja stiga línuna, sem gera 59% nýtingu í þriggja, takk fyrir. Næstu á eftir honum í stigaskorun, með persónulega besta skor sitt fyrir ÍA á tímabilinu, var Magnús Bjarki Guðmundsson með 12 stig auk þess að taka 5 fráköst.Hjá Blikum var Bryjnar Karl Ævarsson stigahæstur með 19 stig en alls skoruðu 5mleikmenn Breiðabliks 10 stig eða meira.

Nánari tölfræði úr leiknum má nálgast hér.Myndir og video frá leiknum verður hægt að nálgast inn á Facebook-síðu okkar.

Um leið og við þökkum öllum sem mættu á pallana í kvöld fyrir stuðninginn viljum við minna á að næsti leikur ÍA í deildinni verður á föstudaginn eftir viku á útivelli gegn Val og er því um annan 4ra stiga leik að ræða og væri gaman að sjá sem flesta af okkar frábæru stuðningsmönnum í Vodafone hölinni.

Edit Content
Edit Content
Edit Content