ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Reiðnámskeið fyrir börn og polla.

Reiðnámskeið fyrir börn og polla.

04/03/16

#2D2D33
Dreyraforeldrar athugið- Mikilvægt.

Frá æskulýðsnefnd Dreyra:

 

POLLA- OG BARNAREIÐNÁMSKEIÐ

-Pollanámskeið verður haldið á sunnudögum og verður kennt í reiðhöllinni hjá Sif og Hjörleifi á Æðarodda.  Námskeiðið verður 5 tímar og kostar 2.500kr pr barn. Námskeiðið hefst sunnudaginn 6. mars ef næg þátttaka næst og er skráning hjá Siggu í tölvupósti – tryppasigga@hotmail.com. Kennari er Sigríður Þorsteinsdóttir (Sigga).

Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að teyma undir sínum börnum sé þörf á því, en reynt verður þó að láta alla vera eina sé þess kostur. Ekki verður kennt 13.mars . Stefnt er á að fyrsti hópurinn byrji kl 11.00 og verður hver tími 40 mín. Við skráningu þarf að koma fram nafn og aldur þátttakanda.

-Reiðnámskeið fyrir börn. Námskeiðið samanstendur af bóklegum og verklegum tímum og verður 8 skipti. Kennt verður á mánudögum, ýmist inni í félagsheimili (bóklegir tímar) eða í reiðhöllinni hjá Sif og Hjörleifi (verklegir tímar). Fyrsti tíminn verður mánudaginn 7. mars og verður bóklegur ef næg þátttaka næst. Námskeiðið kostar 8.000 kr pr barn. Skráning er í tölvupósti – tryppasigga@hotmail.com. Kennari er Sigríður Þorsteinsdóttir (Sigga).

Börnin þurfa að vera fær um að lesa og skrifa sjálf til að vera á námskeiðinu, reynt verður að raða í hópa eftir aldri, fer þó allt eftir fjölda. Við skráningu þarf að koma fram nafn og aldur þátttakanda. Stefnt er á að fyrsti hópurinn verði kl 17.00 og verða tímarnir 40 mín hver.

Vinsamlega skráið sem fyrst – takmarkaður fjöldi kemst að!!!

Edit Content
Edit Content
Edit Content