Skúli Freyr Sigurðsson keilumaður frá Akranesi stóð sig mjög vel á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Skúli vann allar sínar viðureignir á mótinu, nema gegn Róbert Anderson frá Svíþjóð sem fyrir þremur árum varð heimsmeistari í tvímenningi. Skúli vann í keppni um annað sætið einn af betri kvenspilurum í Evrópu, Rebekku Larsen frá Svíþjóð, en áður hafði hann unnið í keppni um þriðja sætið margreyndan íslenskan landsliðsmann, Steinþór Jóhannsson Keilufélagi Reykjavíkur.
Keilufélag Akraness sendi sex keppendur á Reykjavíkurleikana og komust fjórir þeirra í sextán manna úrslit, þeir Guðmundur Sigurðsson, Kristján Þórðarson og Þorleifur Jón Hreiðarsson. Keppendur í keilu á Reykjavíkurleikunum voru 87 talsins. Hörður Ingi Jóhannesson skipuleggjandi mótsins og einn helsti keiluþjálfari landsins sagði að mótið hefði tekist vel og frammistaða keiluspilara af Akranesi hefði verið góð, einkum Skúla sem væri ekki lengur efnilegur heldur góður og farinn að banka verulega á dyr landsliðsins.
Frétt frá Skessuhorn.is