ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Pepsideild karla: KR – ÍA

Pepsideild karla: KR – ÍA

14/05/17

#2D2D33

Strákarnir okkar í meistaraflokknum heimsækja KR á Alvogenvöllinn sunnudaginn 14. maí kl. 17:00 í þriðju umferð Pepsideildarinnar.

Það er óhætt að segja að okkar menn hafi staðið höllum fæti gagnvart vesturbæjarliðinu síðustu árin en ÍA hefur aðeins unnið fimm af átján skráðum viðureignum liðanna síðastliðin tíu ár. Það vill þó svo skemmtilega til að einn af þessum sigrum kom í útileiknum á síðasta tímabili. Það er nú ekki úr vegi að rifja það upp hér.

Skagamenn þurfa nauðsynlega á því að halda að byrja að safna stigum á töfluna og þinn stuðningur er mikilvægur! Við hvetjum því alla sem vettlingi geta valdið til að gera sér ferð í vesturbæinn á morgun að hvetja strákana til dáða.

Áfram ÍA

Edit Content
Edit Content
Edit Content