ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Pepsideild karla: Breiðablik – ÍA – frí rútuferð á leikinn

Pepsideild karla: Breiðablik – ÍA – frí rútuferð á leikinn

26/08/17

#2D2D33

Á morgun, sunnudaginn 27. ágúst, heimsækja strákarnir okkar í meistaraflokki karla Breiðablik í Kópavoginn í 17. umferð Pepsideildar karla. Leikurinn hefst kl. 18:00.

Á vef KSÍ má sjá a það eru til skráðir 74 leikir milli þessa liða, sá fyrsti var leikinn á Melavellinum 1971 og lauk með 5-0 sigri Skagamanna. Það er þó ekki stærsti sigurinn á Blikum því tveimur árum síðar unnu Skagamenn 10-1 hér á Akranesi. Vissulega hefur Breiðablik verið sterkara á síðustu árum en eru þó nær botni en toppi deildarinnar þetta tímabilið.

Okkar stöðu í dag þarf ekki að kynna frekar en þetta verður fyrsti leikur Jóns Þórs Haukssonar og Ármanns Smára Björnssonar, með dyggri aðstoð Sigurðar Jónssonar og Þórðar Guðjónssonar, við stjórnvölinn eftir að Gunnlaugur Jónsson steig til hliðar. Það er alveg ljóst að við þurfum meira á stigunum að halda og við viljum þau meira. Við ætlum að leika áfram í Pepsideild á næsta ári og önnur ár, þar á okkar félag heima.

Jón Þór hafði þetta að segja fyrir leikinn: “Það er mikill hugur í liðinu og öllum sem að því koma. Þetta hefur verið viðburðarík vika. Mikið rætt og ritað. Leikmenn hafa lagt mikið á sig í undirbúningi fyrir þennan leik. Menn eru engan veginn tilbúnir að gefast upp og hafa sýnt það í vikunni. Nú er undir liðinu komið að sýna það í leiknum á morgun. Ég skora á alla Skagamenn nær og fjær að koma og styðja við liðið, því góður stuðningur getur gert gæfumuninn.”

Við tökum undir með þjálfaranum og hvetjum alla með Skagahjarta til að fjölmenna í Kópavoginn og styðja strákana í að bæta mikilvægum 3 stigum á töfluna. Boðið verður upp á rútu sem fer frá Jaðarsbökkum kl. 16:45 og heim strax eftir leik, stuðningsmönnum að kostnaðarlausu. Athugið er að nauðsynlegt er að skrá sig í rútuferðina, en það er hægt að gera HÉR.

Áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content