Vormót fór fram mánudaginn 1. maí á Garðavelli en um 34 kylfingar hófu leik og 8 kylfingar skiluðu inn skorkorti. Veðrið setti mikinn svip á mótið en mikill vindur með rigningu stóran hluta þess lék kylfinga grátt á köflum og eiga þeir kylfingar sem kláruðu golfhringinn mikið hrós skilið.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf
1.sæti Páll Halldór Sigvaldason, 34 punktar
2.sæti Davíð Búason, 33 punktar
3.sæti Hannes Marinó Ellertsson, 29 punktar
Nándarverðlaun
3.hola Davíð Búason, 2,2m
18.hola „skráningu vantaði“
Golfklúbburinn Leynir þakkar öllum kylfingum fyrir þátttökuna og geta verðlaunahafar sótt verðlaun á skrifstofu GL.