ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Opnu Norðuráls mótin laugardaginn 9.júní

Opnu Norðuráls mótin laugardaginn 9.júní

04/06/18

#2D2D33

Opnu Norðuráls mótin fara fram á Garðavelli laugardaginn 9.júní og byrjum við á Texas móti um morguninn kl. 8:00 og svo endum við á miðnætur móti sem hefst kl. 20:00.
Opna Texas Scramble mótið hefst kl. 8:00 og er ræst út til kl. 13:00. Mótið er alltaf vinsælt og vel sótt með glæsilegum verðlaunum fyrir 1.-3.sæti og nándarverðlaunum á par 3 holum. Mótsgjald er kr. 4.500-
Opna miðnætur mótið er punktakeppni með forgjöf og spilað í tveimur flokkum: 0-10,1 og 10,2-24/28. Miðnætur mótið er einnig mjög vinsælt, frábær verðlaun og nándarverðlaun á par 3 holum. Ath. ræst er út af öllum teigum kl. 20:00 stundvíslega og því takmarkaður keppendafjöldi eða 92 kylfingar. Mótsgjald er kr. 4.500-
Skráning í mótin er á golf.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content