ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Opna Helena Rubinstein: vel heppnað kvennamót og helstu úrslit

Opna Helena Rubinstein: vel heppnað kvennamót og helstu úrslit

18/06/17

#2D2D33

Opna Helena Rubinstein fór fram á Garðavelli sunnudaginn 18.júní með þátttöku um 120 kvenna sem fjölmenntu í þetta vinsæla kvennamót sem hefur skipað sér fastan sess í mótahaldi GL. Veðurblíða var á „Florída“ skaganum, vallaraðstæður góðar og gekk mótið vel fyrir sig frá byrjun til enda.

Mótið er ávallt styrkt af heildversluninni Terma og versluninni Bjarg Akranesi og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf

0-17,9

1.sæti Ingunn Einarsdóttir GKG, 39 punktar

2.sæti Oddný Sigsteinsdóttir GR, 37 punktar (betri á síðustu 6 holum)

3.sæti Helga Þorvaldsdóttir GKG, 37 punktar

18-27,9

1.sæti Ragnheiður Jónasdóttir GL, 37 punktar

2.sæti Sigríður E. Blumenstein GL, 36 punktar

3.sæti Gerða Kristín Hammer GS, 35 punktar (betri á seinni 9 holum)

28-54

1.sæti Friðrikka Valdís Guðmundsdóttir GR, 39 punktar

2.sæti Helga Dís Daníelsdóttir GL, 38 punktar

3.sæti Kolbrún Haraldsdóttir GVG, 37 punktar

Nándarmælingar á par 3 holum

3.hola Anna Fjeldsted NK, 1.48m

8.hola Steinunn Sæmundsdóttir GR, 2.71m

14.hola Þórdís Geirsdóttir GK, 2.62m

18.hola Freyja Sveinsdóttir GKG, 1.39m

Útdráttur skorkorta

Ása Finnsdóttir GO

Guðrún Björg Guðjónsdóttir GMS

Matthildur Helgadóttir GK

Nanna Baldursdóttir GKG

Steinunn Braga Bragadóttir GR

Golfklúbburinn Leynir og kvennanefnd klúbbsins óskar vinningshöfum til hamingju með verðlaunin og þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna. Ósótt verðlaun verður komið til vinningshafa á næstu dögum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content