HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Opinn félagsfundur um stöðu og framtíð meistarflokks ÍA í körfubolta

Opinn félagsfundur um stöðu og framtíð meistarflokks ÍA í körfubolta

29/05/18

#2D2D33

Körfuknattleiksfélag ÍA boðar til opins félagsfundar miðvikudagskvöldið 30/5 kl: 20:00 í félagsaðstöðu ÍA á Jaðarsbökkum þar sem rætt verður um stöðu og framtíð meistarflokks ÍA í körfubolta, farið verðir yfir stöðuna hvað varðar stjórn, ráðningu þjálfara, leikmannamál, fjármál og keppnistímabilið framundan. Útfrá því verður velt upp þeirri spurningu hvað skuli gera næstu leiktíð varðandi meistaraflokk ÍA og einnig vill stjórn félagsins freista þess að nýta fundinn til að koma á fót meistaraflokksráði sem hefði það hlutverk að vinna með stjórn að fjármögnun, umgjörð og faglegu starfi í tengslum við meistaraflokk. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir á fundinn, vonandi sjáum við sem flesta, áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content