Nú hefur bæst við á vef KFÍA nýr eiginleiki sem býður uppá að skoða hvaða leikir eru á dagskrá í dag. Einnig er hægt að skoða ákveðna flokka hjá KFÍA og sjá hvenær næstu leikir eru hjá flokkunum. Vefurinn býður einnig uppá möguleika að sjá úrslit hjá hverjum og einum flokki ár aftur í tímann. Vefurinn fléttir upp í upplýsingum frá KSÍ þannig að um er að ræða leiki sem eru skráir hjá KSÍ.
Til að skoða næstu leiki sem og síðustu úrslit er smellt á gula borðan á forsíðunni sem á stendur Mínir leikir
Einnig er hægt að skoða næstu leiki og úrslit hjá Kára á slóðinni kari.minirleikir.is
Heiðurinn að vefnum og virkni hans eiga Brandur Sigurjónsson og Kristleifur Brandsson. KFÍA þakkar þeim kærlega fyrir þessa frábæru upplýsingaveitu sem má segja að sé staðgengill gamla upplýsingaskiltisins sem hékk uppi á girðingu við völlinn á sínum tíma.