ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýr samstarfssamningur gerður við Uppbyggingu ehf

Nýr samstarfssamningur gerður við Uppbyggingu ehf

25/07/18

#2D2D33

Fyrir skömmu skrifuðu fulltrúar Knattspyrnufélags ÍA og Uppbygging ehf undir nýjan samstarfssamningi. Uppbygging hefur verið dyggur stuðningsaðili KFÍA um margra ára skeið og með þessum samstarfssamningi mun Uppbygging halda áfram að styðja vel við bakið á knattspyrnufólki á Akranesi.

Samningurinn er til eins árs, með möguleika á framlengingu. „Uppbygging ehf hefur í dag stigið mikilvægt skref sem einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnufélags ÍA. Við fögnum samstarfinu við fyrirtækið hvað varðar uppbyggingu og stuðning við knattspyrnuna á Akranesi.“ sagði Magnús Guðmundsson formaður aðalstjórnar KFÍA.

Engilbert Runólfsson og Kristín Minney Pétursdóttir lýsa yfir mikilli ánægju með þennan samning og að Uppbygging verði einn af aðalstuðningsaðilum KFÍA. “Knattspyrnufélagið ÍA er afar mikilvægt fyrir Akranes og við hjá Uppbyggingu ehf viljum stuðla að því að félagið verði í fremstu röð, bæði í mikilvægu ungliðastarfi þess og meistaraflokks starfi” er haft eftir Kristínu og Engilbert.

Engilbert Runólfsson, Kristín Minney Pétursdóttir, Magnús Guðmundsson og Tjörvi Guðjónsson við undirritun samningsins
Engilbert Runólfsson og Kristín Minney Pétursdóttir skrifa undir fyrir hönd Uppbygging ehf ásamt Magnúsi Guðmundssyni formanni Knattspyrnufélags ÍA og Tjörva Guðjónssyni starfandi framkvæmdastjóra KFÍA
Edit Content
Edit Content
Edit Content