ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýr samstarfssamningur gerður við Íslandsbanka

Nýr samstarfssamningur gerður við Íslandsbanka

28/05/18

#2D2D33

Fyrir skömmu skrifuðu fulltrúar Knattspyrnufélags ÍA og Íslandsbanki undir endurnýjun á samstarfssamningi. Íslandsbanki hefur verið dyggur stuðningsaðili KFÍA um margra ára skeið og með þessum samstarfssamningi mun bankinn halda áfram að styðja vel við bakið á knattspyrnufólki á Akranesi.

Samningurinn er til tveggja ára. „Íslandsbanki hefur verið mikilvægur stuðningsaðili við fótboltann á Akranesi í mörg ár og þessi samningur festir það samstarf enn frekar í sessi. Ég vil þakka bankanum fyrir þeirra framlag til okkar í KFÍA en án svona styrks væri ekki hægt að halda uppi eins góðu starfi í félaginu og nú er,“ sagði Magnús Guðmundsson formaður aðalstjórnar KFÍA.

Magnús Brandsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi lýsir yfir mikilli ánægju með þennan samning og að Íslandsbanki haldi áfram að vera einn af aðalstuðningsaðilum KFÍA eins og bankinn hefur verið í mörg ár.

 

Á myndinni við undirskrift samstarfssamningsins má sjá þau Valdísi Eyjólfsdóttur viðskiptastjóra einstaklinga, Magnús Daníel Brandsson útibússtjóra Íslandsbanka á Akranesi, Magnús Guðmundsson formann KFÍA og Sævar Frey Þráinsson varaformann KFÍA.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content