Eyrún Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fimleikafélags Akraness og tók hún formlega til starfa mánudaginn 10 janúar s.l.
Eyrún er með BSc gráðu í íþróttafræðum og með MS gráðu í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.
Eyrún hefur reynslu af þjálfun og markaðsmálum frá sínum fyrri störfum og vel inni í fimleikaíþróttinni.
Hún starfað sem markaðs- og mannauðsfulltrúi hjá Skaginn 3X.
Síðustu ár hefur hún sinnt hópaþjálfun í sölum Jaðarsbakka, ásamt því að hafa verið í þjálfarateymi afreksfólks hjá Fimleikafélaginu.
Eyrún mun starfa einnig hjá Sportabler í hlutastarfi, Sportabler er samskipta og skipulags hugbúnaður sem flest íþróttafélög landsins nota í sínu starfi, sinnir hún sölu- og markaðsmálum þar.
Um leið og Fimleikafélag Akraness þakkar Sigrúnu Ríkharðsdóttur fyrrum framkvæmdastjóra félagsins fyrir sín störf bjóðum við nýjan framkvæmdastjóra hartanlega velkominn til starfa.