ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýjir landsdómarar hjá KDA

Nýjir landsdómarar hjá KDA

19/05/18

#2D2D33

Nokkur endurnýjun hefur átt sér stað hjá knattspyrnudómarafélagi Akraness (KDA) upp á síðkastið. ÍA og KDA eignuðust tvo nýja landsdómara fyrir skömmu en Helgi Ólafsson og Helgi Sigurðsson (saman á mynd) fengu hækkun frá KSÍ. Um síðustu áramótin var Ívar Orri Kristjánsson svo hækkaður í stöðu milliríkjadómara hjá UEFA. Við óskum Helga Ó og Helga S til hamingju með hækkunina í landsdómara sem og Ívari Orra í stöðu milliríkjadómara.

Á síðustu misserum hafa svo Halldór Breiðfjörð, Valgeir Valgeirsson og Steinar Berg Sævarsson hætt störfum hjá KSÍ sem landsdómarar þó þeir séu enn að dæma hjá yngri flokkum KFÍA. Við viljum sérstaklega færa þeim þakkir fyrir góð störf á vegum ÍA og KDA. Þeir hafa átt stóran þátt í að halda uppi starfi KDA í gegnum árin.

Landsdómarahópur KDA lítur þá svona út í dag:

Ívar Orri Kristjánsson

Bjarki Óskarsson

Egill Guðvarður Guðlaugsson

Helgi Ólafsson

Helgi Sigurðsson

Edit Content
Edit Content
Edit Content