HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Ný æfingatafla í badminton.

Ný æfingatafla í badminton.

17/08/20

#2D2D33

Æfingar hefjast samkvæmt nýrri æfingatöflu mánudaginn 24. ágúst. Allir sem vilja koma og prófa badminton eru velkomnir, prufutímar til 13. sept. Allir nýir iðkendur sem skrá sig í Nóra fá gefins spaða frá félaginu.

Félagið býður öllum börnum fæddum 2011 að æfa gjaldfrjálst í vetur. Skráning er líka í Nóra fyrir þennan árgang.

3. flokkur er fyrir 5-11 ára krakka, byrjendur og þá sem hafa æft í 1-2 vetur. Æfingar eru 2 í viku og fjölskyldutími 1 sinni í viku.

2. flokkur er fyrir 9-16 ára, eldri byrjendur og þá sem hafa æft í 2 vetur eða lengur. Æfingar eru 3 í viku og fjölskyldutími 1 sinni í viku.

1. flokkur er keppnishópur fyrir 13 ára og eldri og aðra iðkendur eldri en 15 ára. Æfingar eru 3 í viku og fjölskyldutími 1 sinni í viku.

Trimm er fyrir 18 ára og eldri, fólk kemur og spilar badminton sér til heilsubótar og skemmtunar. Hægt að fá leiðsögn þjálfara. Fyrrum spilarar eru hvattir til að draga spaðann fram og mæta í trimmið. Ef næg þátttaka þá verður sett af stað tvíliðaleiksspil þar sem vanir jafnt sem óvanir geta tekið þátt.

Æfingatöflu og æfingagjöld má finna hér á síðunni undir flipanum æfingatöflur. Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum Nóra.

Félagið mun nýta sér Sportabler í vetur og hvetjum við foreldra og iðkendur til að skrá sig þar inn.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content