ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Norðurálsmót Dreyra 18. og 19. ágúst.

Norðurálsmót Dreyra 18. og 19. ágúst.

04/08/18

#2D2D33

Norðurálsmót Dreyra (opið íþróttamót) verður haldið 18.-19. ágúst 2018 á Æðarodda, Akranesi og er jafnframt bikarmót Vesturlands. En í því felst að Vestlendingar eru sérstaklega velkomnir en nú hefur verið ákveðið að halda þessi mót sameiginlega og munu 3 efstu keppendur í hverri grein, úr hverju Vesturlandsfélagi safna stigum  sem telur til stiga í keppinni um Vesturlandsbikarinn

Keppnisgreinar:

Fimmgangur F2:

  1. flokkur, 2. flokkur minna vanir, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, opinn flokkur

Fjórgangur V2:

  1. flokkur, 2.flokkur minna vanir, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, opinn flokkur

Tölt T3:

1.flokkur, 2. flokkur minna vanir, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, opinn flokkur

Tölt T2:

  1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur,unglingaflokkur, opinn flokkur

Gæðingaskeið PP1:

  1. flokkur, 2. flokkur minna vanir , ungmennaflokkur, unglingaflokkur, opinn flokkur

100m skeið P2

Áskilinn er réttur til að sameina flokkar og fella niður keppnisgreinar ef skráning er lítil í einstökum greinum.

Opið verður fyrir skráningar frá og með 3. ágúst og til miðnættis að kvöldi 13. ágúst. Skráningar fara fram í skráningakerfi SportFengs (sportfengur.com).

Ath – skráning er ekki gild ef millifærsla hefur ekki verið framkvæmd þegar skráningarfresturinn er liðin.

Skráningargjald:

Fullorðnir, ungmenni, unglingar: 5000kr

Börn: 4000 kr

Gæðinga og 100m skeið: 3500 kr

Ef skráning er mikil gæti mótið byrjað á föstudeginum 17. ágúst.

Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.

Við auglýsum jafnframt eftir starfsfólki á mótið (ritara, hliðarverðir, veitingasölu) og hesthúsplássum fyrir keppendur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content