Um síðustu helgi var nóg um að vera hjá konunum í Bresa. Félagið sendi tvö lið á hraðmót HK sem haldið var laugardaginn 16. janúar. Var annað liðið skráð í 1.deild og hitt í 3.deild. Í 1.deildinni voru 6 lið og endaði Bresi í 4.sæti með 6 stig. Liðið spilaði 5 leiki og enduðu fjórir þeirra í oddi þannig að ljóst er að um spennandi keppni var að ræða.
Í 3.deildinni rústaði Bresi öllum leikjum sínum og varð í 1. sæti með fullt hús stiga.
Á sunnudaginn lék Bresi í 2. deild Íslandsmótsins við Þrótt. Bresi byrjaði vel og sigraði fyrstu hrinuna en seinni hrinurnar töpuðust illa. (25-19, 14-25, 10-25, 9-25)
Næsti leikur Bresa í 2. deildinni verður sunnudaginn 24. janúar kl. 14:00 að Jaðarsbökkum.