ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Næsta vika hjá yngri flokkunum

Næsta vika hjá yngri flokkunum

26/05/17

#2D2D33

Það má segja að vikan hafi farið af stað með látum, þar sem þegar er lokið 5 leikjum hjá 5. flokki karla í dag. A, B, C og D lið mættu FH og höfðu upp úr krafsinu tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap en D2 liðið tók á móti Víkingi R 3 og hafði betur í þeirri viðureign.

Sunnudaginn 28. maí kl. 14:00 tekur 2. flokkur kvenna á móti Keflavík í bikarkeppninni. Liðin hafa þegar mæst í Íslandsmótinu, í miklum markaleik, þar sem ÍA hafði betur með sex mörkum gegn fjórum.

Á mánudaginn gerir 5. flokkur kvenna sér ferð á Víkingsvöllinn, A-liðin mætast kl. 16:00 og B-liðin kl. 16:50. Þetta eru fyrstu leikir 5.fl.kvk í Íslandsmótinu.

Hér heima tekur A-lið 2. flokks karla, ÍA/Kári á móti sameiginlegu liði Aftureldingar/Hvíta Riddarans/Álafoss þennan sama dag. Leikurinn fer fram kl. 18:00.  Bæði lið hafa átt erfiða byrjun og eru enn að leita að sínum fyrstu stigum í Íslandsmótinu.

Þriðjudaginn 30. maí er svo komið að 4. flokki kvenna, ÍA/Skallagrímur. A-liðið heimsækir ÍR á Hertzvöllinn kl. 17:00 en B-liðið leikur á Fylkisvelli kl. 19:00. Þetta eru fyrstu leikir liðanna í Íslandsmótinu.

Miðvikudaginn 31. maí, kl. 18:00, á 2. flokkur kvenna aftur heimaleik hér í Höllinni, að þessu sinni í deildinni, þegar þær taka á móti Þrótti R. Bæði lið unnu sigra í fyrsta leik sínum í deildinni og skoruðu samtals hvorki meira né minna en 10 mörk.

Fimmtudaginn 1. júní verður 5. flokkur karla aftur á ferðinni, A, B, C og D lið heimsækja Fjölni í Grafarvoginn. A og C liðin leika kl. 16:00 en B og D lið kl. 16:50 en D2 liðið mætir Breiðablik 5 í Smáranum kl. 17:40.

Áfram ÍA!

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content