Það eru hvorki meira né minna en 20 leikir á dagskrá yngri flokkanna næstu vikuna.
B-lið ÍA/Kára í 2. flokki karla ríður á vaðið í kvöld þegar þeir taka á móti FH 2. Okkar strákar hafa farið vel af stað og unnið þá tvo leiki sem búnir eru, með markatölunni 11-1 og sitja í efsta sætinu. Þetta verður hins vegar fyrsti leikur FH 2 í mótinu.
Laugardaginn 3. júní verður 3. flokkur karla á Akureyri þar sem þeir mæta KA. A-liðið kl. 12:00 og B-liðið kl. 13:45. Bæði liðin hafa leikið tvo leiki, A-liðið á að baki einn sigur og eitt tap en B-liðið vann báða sína leiki.
Hér heima tekur 3. flokkur kvenna á móti FH. Skagastúlkur eru með 3 stig í 6. sæti eftir 2 leiki, en FH í 3. sæti með 4 stig eftir jafnmarga leiki.
Sunnudaginn 4. júní fær 2. flokkur kvenna Vestra í heimsókn, en sá leikur fer fram kl. 13:00. Þetta verður annar leikur ÍA eftir góðan sigur í markaleik gegn Keflavík í fyrstu umferðinni.
Þriðjudaginn 6. júní verður allt gjörsamlega á FULLU hérna á svæðinu.
5. flokur kvenna tekur á móti FH, A-liðin kl. 16:00 og B-liðin kl. 16:50. Þetta verður annar leikur beggja liða.
5. flokkur karla leikur líka hér heima, A-, B-, C- og D-liðin taka á móti Breiðabliki og D2 á móti Haukum 3. A- og C. lið leika kl. 16:00, B- og D-lið kl. 16:50 og D2 kl. 17:40. Öll liðin hafa leikið 2 leiki fyrir þessa leiki, C-, D- og D2- hafa unnið báða sína leiki, A-liðið hefur tapað báðum og B-liðið á að baki eitt jafntefli og eitt tap.
4. flokkur kvenna ÍA/Skallagrímur tekur á óti Grindavík kl. 17:00. Þetta er annar leikur liðanna í mótinu og bæði unnu þau góða sigra í fyrsta leik.
Síðast en ekki síst mun 4. flokkur karla heimsækja HK í Kópavoginn. A-liðið leikur kl. 16:00, B-liðið kl. 17:30 og C-liðið kl. 19:00. Þetta verður annar leikur liðanna, A- og B- liðin töpuðu sínum fyrsta en C-liðið vann sinn.
Miðvikudaginn 7. júní tekur svo 2.fl. karla ÍA/Kári á móti Fram/Úlfunum hér á Skaganum. A-liðið leikur kl. 18:00 en B-liðið kl. 20:00.
4. flokkur kvenna ÍA/Skallagrímur leikur einnig heima, gegn FH 2 kl. 18:30.
3. flokkur kvenna á útileik í Vesturbænum gegn Gróttu/KR kl. 19:15.
Áfram ÍA