ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Myndarlegur stuðningur Skagans og Þorgeirs & Ellerts til ÍA

Myndarlegur stuðningur Skagans og Þorgeirs & Ellerts til ÍA

13/12/17

Skaginn3X_logo_lit_pos_1

Fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf. hafa fyrir hönd starfsmanna sinna ákveðið að stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Stuðningurinn er veittur í nafni starfsmanna fyrirtækjanna og er ætlað að bæta barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna árið 2018 með sérstakri áherslu á forvarnargildi íþróttaiðkunar. Þar sem barna- og unglingastarf er langtímaverkefni gefa fyrirtækin nú jafnframt fyrirheit um sambærilegan stuðning, að ári, fyrir árið 2019.

Stofnaðir hafa verið sérstakir bankareikningar hjá Íslandsbanka, annarsvegar á Akranesi og hinsvegar á Ísafirði, sem eingöngu verða ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna.

Skaginn og Þorgeir & Ellert styðja Íþróttabandalag Akraness samtals að upphæð 3.000.000,- og hafa fyrirtækin greitt þá upphæð inn á bankareikning 0552-14-350180.

3X Technology styður Héraðssamband Vestfirðinga að upphæð 1.500.000,- og hefur fyrirtækið greitt þá upphæð inn á bankareikning 0556-14-400730.

Stuðningurinn er ekki sérstaklega ætlaður ákveðnum aðildafélögum innan íþróttahreyfinganna og munu forsvarsmenn hreyfinganna sjá um með hvaða hætti stuðningurinn, í þágu barna- og unglingastarfs í heimabyggð, verði nýttur. Stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfinganna.

Fyrirtækin hvetja sem flesta, bæði einstaklinga og lögaðila, að leggja verkefninu lið og þannig styðja við börn og ungmenni í sinni heimabyggð og má leggja frjáls framlög inn á eftirfarandi reikninga sem eingöngu eru ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna:

Íþróttabandalag Akraness, kt. 670169-2199 – reikningsnr. 0552-14-350180

Héraðssamband Vestfirðinga, kt. 490500-3160 – reikningsnr. 0556-14-400730

 

Íþróttabandalag Akraness þakkar Skaganum hf., Þorgeiri og Ellert hf. og starfsmönnum þeirra fyrir stuðninginn og þá miklu velvild sem þau sýna íþróttaiðkun barna og unglinga á Akranesi. Íþróttabandalagið mun strax hefjast handa við að skipuleggja með hvaða hætti stuðningurinn nýtist sem best til að bæta gæði og faglega vinnu í íþróttastarfinu og horfa þar sérstaklega á forvarnargildi íþróttaiðkunar fyrir ungmenni í bæjarfélaginu okkar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content