HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Minningarsjóður G.S.

Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar

1. grein

Minningarsjóður Guðmundar Sveinbjörnssonar er stofnaður af  Íþróttabandalagi Akraness í virðingar- og  þakklætisskyni fyrir hin veigamiklu störf hans í þágu Íþróttabandalags Akraness, íþrótta- og menningarmála.

2.grein

Sjóðurinn er í vörslu Íþróttabandalags Akraness og ber ábyrgð á fjárreiðum, bókfærslu og endurskoðun á reikningum sjóðsins samanber almennar reglur um sjóði í vörslu bandalagsins.

3.grein

Framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness fer með yfirráð sjóðsins er formaður ÍA sjálfkjörinn formaður sjóðsstjórnar.

4.grein

Úthluta skal úr sjóðnum einu sinni á ári en tilkynna skal úthlutunina á ársþingi Íþróttabandalags Akraness. Stjórn sjóðsins ákveður styrkveitingu og ræður því, hvort auglýsa skuli eftir umsóknum eða ekki.

5.grein

Gjafir og aðrar tekjur sjóðsins leggjast óskiptar við höfuðstól. Úthluta má hverju sinni allt að 30% hluta af höfuðstól sjóðsins.

6.grein

Styrki má veita efnilegum íþróttamönnum meðal annars til náms.  Einnig má styrkja íþróttaþjálfara til náms, sem sýnt hafa sérstakan áhuga í starfi, og aðra þá sem vinna að æskulýðs- og æskulýðsmálum á Akranesi. Sjóðsstjórn má einnig veita aðildarfélagi ÍA styrk vegna einhverra fyrirmyndarverkefna sem geta leitt til öflugra íþróttastarfs.

7.grein

Leita skal staðfestingar ársþings ÍA á skipulagsskrá þessari.

Samþykkt á ársþingi ÍA 15. apríl 2015.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content