ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Minningarorð frá Badmintonfélaginu

Minningarorð frá Badmintonfélaginu

16/09/21

Hörður Ragnarsson

Í dag minnumst við Harðar Ragnarssonar sem lést þriðjudaginn 7. september og verður jarðsunginn í dag 16. september.

Hörður var einn af stofnendum Badmintonfélags Akraness og jafnframt fyrsti formaður þess. Hörður á heiðurinn á merki félagsins en hann fékk Smára Hannesson til að teikna merki félagsins 1976.

Einnig flutti Hörður inn badmintonvörur Kawasaki sem margir Íslendingar spiluðu með fyrr á árum. Hann stundaði sjálfur badminton á yngri árum og lét mikið af sér kveða í íþróttinni á landsvísu.

Börn Harðar, Drífa, Ragnar og Una hafa öll spilað badminton fyrir félagið og unnið til margra verðlauna. Drífa er enn að spila og er margfaldur Íslandsmeistari og heimsmeistari í tvíliðaleik kvenna öldunga.

Hörður hafði verið sæmdur, silfur- og gullmerki Badmintonsambands Íslands auk þess því að hafa verið sæmdur Gullmerki og bandalagsmerki ÍA. Í tilefni af 40 ára afmæli Badmintonfélagsins þá var Hörður heiðraður fyrir starf sitt í þágu badmintoníþróttarinnar.

Hörður hafði verið spilari, þjálfari og formaður félagsins til margra ára og þakkar félagið honum fyrir óeigingjart starf í þágu félagsins.

Félagið sendir fjölskyldu Harðar innilegar samúðarkveðjur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content