Miniton námskeið hefst á sunnudag, 6. sept., og verður fyrsti tíminn kl. 11 á Jaðarsbökkum en annars kl. 12 á Vesturgötu.
Miniton námskeiðið er 6 vikna námskeið fyrir 4-8 ára börn. Foreldrar taka virkan þátt í æfingum með börnum sínum.
Þjálfari er Helgi Magnússon og kostar námskeiðið 3000 kr. og fá öll börn glaðning frá félaginu.
Skráning fer fram í Nóra á ia.is.