ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Mikil Íþróttahelgi að baki

Mikil Íþróttahelgi að baki

07/06/21

Fimleikastelpur

Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið um helgin í nýju fimleikahúsi okkar Skagamanna, RÚV sýndi beint frá fyrsta deginum eða föstudeginum og voru það svo snillingarnir hjá ÍATV sem streymdu frá mótinu alla helgina.

Það var mikil spenna í loftinu fyrir þessu móti, þar sem það eru tvö ár síðan Íslandsmót hefur verið haldið. Mótið var mjög umfangs mikið því keppt var í A deildum allra flokka. Helgi Laxdal sýndi frábær tilþrif og varð hann fyrstur í heiminum til þess að framkvæma þá útfærslu á stökki eins og hann gerði.

Það var glæsilegur hópur frá Fimleikafélagi Akraness sem keppti og stóð sig með mikilli prýði.

Á föstudeginum voru einnig Akranesleikarnir settir á vegum Sundfélagsins. Þetta er annað árið í röð sem þeir eru haldnir við óvenjulegar aðstæður. Ekki var það þó til þess að draga úr aðsókn, því þetta voru fjölmennustu leikarnir til þessa eða 380 sundmenn sem stungu sér 1706 í laugina.

Til þess að svona stórmót geti verið haldin þarf allt að ganga upp og allir að hjálpast að. Það sýndi sig svo sannarlega að Sundfélagið og Fimleikafélagið búa vel að öflugum starfsmönnum, sjálfboðaliðum, foreldrum og öllum þeim sem að mótunum stóðu. Án ykkar væri þetta ekki hægt og verður seint fullþakkað öll þessi handtök sem leystu öll verkefnin. Ekki síður er hægt að hrósa starfsfólki íþróttamannvikja sem hjálpuðu mikið til. Takk allir án ykkar værum við ekki.

Það var meira um að vera í íþróttum hjá félögum innan ÍA,  því Kraftlyftingafélagið keppti á Íslandsmeistaramóti um helgina sem fram fór í Íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ. Þar féllu nokkur met m.a. Kristín Þórhallsdóttir íþróttamaður Akraness setti íslandsmet í -84 kg. flokki. Helgi Örn var stigahæsti unglingurinn í klassískum kraftlyftingum og Íslandsmeistari í -83 kg U23 flokki karla. Allir keppendur Kraftlyftingafélagsins náðu sínum markmiðum og Kristín, Einar og Helgi Örn náðu lágmörkum inn á heimsmeistaramót og evrópumót sem haldin verða síðar á árinu. Samanlagt lyftu keppendurnir Kristín, Einar, Sylvía og Helgi 2.415,5 kg. sem telst nú mjög góður árangur.

Það var mikið um að vera og fleiri íþróttafélög innan vébanda ÍA í allskonar verkefnum um helgina eins og  Klifur á ferðalagi með iðkendur, Kára menn fyrir Austan að spila leik og mfl.kvenna hjá knattspyrnufélaginu spilaði heimaleik á sunnudag.

Nóg um að vera

ÁFRAM ÍA

 

undefined

undefined

undefined

Edit Content
Edit Content
Edit Content