ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Michael fór holu í höggi á 18. flöt Garðavallar

Michael fór holu í höggi á 18. flöt Garðavallar

12/09/17

#2D2D33

Michael Sigþórsson úr Golfklúbbnum Keili fór holu í höggi sunnudaginn 10. september 2017 á 18. flöt Garðavallar í starfsmannamóti Eimskips.
Michael notaði 6 járn af gulum teig og var stífur vindur á móti. Michael sá ekki kúluna eða hvar hún endaði fyrr en komið var á flötina og þurfti hann að leita eftir kúlunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Michael fer holu í högg eftir 25 ára golfleik og að vonum var hann kampakátur er hann kom í afgreiðslu GL og tilkynnti afrekið.
Golfklúbburinn Leynir óskar Michael til hamingju með afrekið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content