ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Meistaramót GL – úrslit yngri flokka

Meistaramót GL – úrslit yngri flokka

04/07/17

#2D2D33

Meistaramót yngri kylfinga hjá GL fór fram dagana 3. júlí til 4. júlí á Garðavelli. Þátttakendur voru 17 og spiluðu í tveim flokkum stráka og stelpna. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og spilaðar 2×9 holur.

Mótinu lauk með lokahófi í golfskálanum þar sem boðið var upp á pylsuveislu með drykkjum og öðru góðgæti og að lokum fór fram verðlauna afhending þar sem allir þátttakendur fengu þátttökuverðlaun og einnig voru veitt verðlaun fyrir 1.-3.sætið í hverjum flokk.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Stelpur 2007-2008 (Grænir teigar)
1.sæti Vala María Sturludóttir, 41 punktur
2.sæti Elín Anna Viktorsdóttir, 30 punktar

Stelpur 2004-2006 (Rauðir teigar)
1.sæti Elísabet Eir Magnúsdóttir, 16 punktar

Strákar 2007-2008 (Grænir teigar)
1.sæti Marinó Ísak Dagsson, 72 punktar
2.sæti Hilmar Veigar Ágústsson, 67 punktar
3.sæti Elvar Ísak Jessen, 61 punktur

Strákar 2004-2006 (Rauðir teigar)
1.sæti Kári Kristvinsson, 39 punktar
2.sæti Kasper Úlfarsson, 38 punktar (fleiri punktar á seinni hring)
3.sæti Daði Már Alfreðsson, 38 punktar

Golfklúbburinn Leynir þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með glæsilegan árangur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content