Keilufélag Akraness var sigursælt á Meistarakeppni Ungmenna í keilu sem fram fór í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 4.febrúar. KFA átti keppendur í 6 flokkum og lentu ungmennin á verðlaunapall í þeim öllum og fékk félagið 4 gull, 1 silfur og 2 brons. Í 4.flokki pilta náði Ólafur Ólafsson 3.sæti, í 3.flokki stúlkna náði Jóhanna Guðjónsdóttir 1.sæti, í 3.flokki pilta náði Elvar Kaprasíus Ólafsson 1.sæti, í 2.flokki stúlkna náði Natalía Guðrún Jónsdóttir 2.sæti, í 2.flokki pilta náði Aron Fannar Benteinsson 1.sæti og Guðmundur Gestur Garðarsson náði 3.sæti og í 1.flokki pilta náði Skúli Freyr Sigurðsson 1.sæti.
Framundan hjá unglingunum er Íslandsmóti Unglinga sem fram fer í Öskjuhlíðinni tvær síðustu helgarnar í febrúar.
Þá þurfa unglingarnir að fara snemma úr koju því lagt er af stað til Reykjavíkur kl.07.50 bæði laugardag og sunnudag báðar helgar. Keiluféglag Akraness hefur alltaf gengið frekar vel á því móti og ætla sér flestir á toppinn í sínum flokki.