ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi látinn

Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi látinn

12/04/17

Magnus-Oddsson-mynd-1-1132x670 (Mobile)

Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness lést í gær þann 11. apríl 2017. 

Magnús átti farsælan feril í starfi innan íþróttahreyfingarinnar bæði hér á Akranesi og á landsvísu. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Akraness frá árunum 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var þar meðal annars í forystu um byggingu Íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Magnús var varaforseti Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) frá 1992 til 1997 og heiðursfélagi ÍSÍ.

Íþróttabandalag Akraness þakkar Magnúsi Oddssyni fyrir ómetanlegt starf í þágu íþrótta á Akranesi og sendir eiginkonu og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. 

Hér má lesa nánara æviágrip Magnúsar á vef Skagafrétta.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content