HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Lumman – Kári: 0-3

Lumman – Kári: 0-3

29/07/14

#2D2D33

Létt síðbúin umfjöllunLumman – KáriKáramenn mættu Lummunni í Kópavogi þann 9.júlí.Miðað við stöðu liðanna í deildinni var búist við nokkuð þægilegum sigri Káramanna, en Káramenn voru á toppnum með 16 stig á meðan Lumman sat við botninn með aðeins 3 stig.Lumman hafði þó náð hörkuleik gegn Hvíta Riddaranum nokkrum dögum fyrr og tapað naumlega 4-5, Káramenn mættu því tilbúnir í alvöru leik og ætluðu ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni á toppnum.Káramenn hófu leikinn af krafti og áttu góð færi og munaði sáralitlu að Páll Sindri hefði skorað stórglæsilegt mark þegar skot hans fyrir utan teig hafnaði nálægt samskeytunum í slánni niður og aftur í slánna og svo út, en einhverjir töldu boltann hafa farið inn áður en hann fór út aftur, en lítið þýddi að deila við dómarann og ekkert mark dæmt.Káramenn sóttu meira í fyrri hálfleik en leikmenn Lummunar voru þó sprækir á köflum og áttu ágætis spil á köflum en ekkert sem ógnaði marki af neinu viti. Það var svo á 15 mínútu að Káramenn brutu ísinn, en þar var á ferðinni Bakir Anwar sem náði að pota boltanum inn í markið eftir mikla baráttu í teignum. Ekki leið svo á löngu þar til annað mark leit dagsins ljós, en þar var aftur á ferðinni Bakir Anwar með flott skallamark á fjærstöng og staðan orðin nokkuð þægileg 0-2. Káramenn sem réðu ferðinni í leiknum áttu nokkur ágætis færi það sem eftir lifði hálfleiks, en lokahnykkinn vantaði til að koma boltanum í netið og staðan í hálfleik 0-2 fyrir Káramenn.Seinni hálfleikur var svo rétt hafinn þegar þriðja mark Káramanna leit dagsins ljós, en þá komst Róbert Henn einn í gegn og kláraði færið sitt listavel og kom Kára í 0-3 og nokkuð öruggt að Káramenn myndu fara með sigur af hólmi miðað við gang leiksins.Lumman bakkaði vel niður og voru greinilega staðráðnir í að koma í veg fyrir stórtap, en Káramenn virtust slaka á hraðanum og fór færunum fækkandi, en eitt og eitt gott færið leit þó dagsins ljós, en án þess að enda í marki Lummunnar.Lokatölur nokkuð öruggur 0-3 sigur Káramanna sem hefðu þó geta gert mikið betur, en niðurstaðan 3 örugg stig og Káramenn enþá á toppi riðilsins.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content