Á morgun, laugardaginn 30. september, fer fram lokaumferð Pepsideildar karla 2017. Okkar strákar taka þá á móti Víkingi Ó hér á Norðurálsvellinum og hefst leikurinn kl. 14:00.
Það stefnir allt í Vesturlandsslag af bestu gerð, Víkingar eiga ennþá smávegis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni nái þeir fram sigri en Skagamenn eru aldeilis ekki á því að gera þeim auðvelt fyrir með það. Það er kominn rúmlega mánuður frá síðasta tapleik hjá okkar strákum og þeir stefna ótrauðir að því að bæta við sig einum sigri áður en yfir lýkur.
Sextán viðureignir eru skráðar á milli liðanna, Skagamenn hafa unnið átta þeirra. Þar á meðal voru þrjár síðustu viðureignir hér á Skaganum en þar er markatala 10-3 okkur í vil.
Mætum öll á Norðurálsvöllinn og styðjum strákana til sigurs.
Áfram ÍA