ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Lokahóf yngri flokka 2017

Lokahóf yngri flokka 2017

28/09/17

#2D2D33

Lokahóf yngri flokka ÍA (3.fl.- 7.fl.) verður haldið í Akraneshöllinni laugardaginn 30. september kl. 12:30.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra, hefst á stuttu tónlistaratriði og strax þar á eftir verða veittar viðurkenningar vegna nýliðins tímabils.

Við bjóðum svo öllum okkar iðkendum upp á grillaða pylsu og svala og hvetjum þau svo til að færa sig yfir í stúkuna á Norðurálsvellinum og hvetja strákana okkar til dáða gegn Víkingum Ólafsvík í síðasta leik meistaraflokks karla í Pepsideildinni í bili.

Iðkendur sem voru að færast upp úr 8. flokki eru velkomnir að taka þátt í dagskránni en viðurkenningar eru aðeins veittar fyrir iðkendur í 3.-7. flokki á því tímabili sem nú er að ljúka.

Hvetjum krakkana til að mæta og gera GULAN og GLAÐAN dag!

Edit Content
Edit Content
Edit Content