ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Lokahóf og shoot-out hjá barna og unglingastarfi GL

Lokahóf og shoot-out hjá barna og unglingastarfi GL

05/10/17

#2D2D33

Lokahóf hjá barna og unglingastarfi Leynis fór fram sunnudaginn 1. október. Var byrjað á Shoot-out keppni í anda Einvígsins á Nesinu þar sem æfingahóparnir kepptu innbyrðis og síðan var loka einvígi þar sem sigurvegarar hvers æfingahóps öttu keppni í 4 manna úrslitum. Frábær þáttaka var í mótinu en 26 krakkar tóku þátt. Fyrirkomulagið er þannig að menn detta út ef þeir eru á lakasta skorinu á hverri holu, þannig að það reynir á þegar maður dettur út!
Í úrslitum voru: Kristín Vala, Marínó Ísak, Björn Viktor og Kári Kristvins og fór það svo að Björn Viktor sigraði eftir mikla baráttu þar sem fráært golf var leikið af allra hálfu. Til að mynda voru allir að reyna við fugl á fyrstu holu! Myndaðist skemmtileg stemming þar sem stór hópur af krökkum og foreldrum rölti með og bjó til enn meiri spennu í mótið. Sannarlega skemmtilegt mót sem vonandi er komið til að vera.
Að Shoot-out mótinu loknu tók við lokahóf í golfskála þar sem Steini vert var búinn að töfra fram dýrindis smárétti. Guðmundur framvæmdastjóri veitti verðlaun fyrir FootJoy-titleist mótaröðina sem fram fór í sumar. Það er mótaröð sem Íslensk Ameríska hefur styrkt dyggilega og leikin hefur verið frá upphafi sumars og fram á haust. Kann Barna og unglinganefnd GL ÍSAM bestu þakkir fyrir frábæran stuðing við barna og unglingastarf klúbbins.
Síðan voru veitt verðlaun til allra þeirra sem tóku þátt í GSÍ mótum sumarsins en það voru 31 keppendur frá GL í unginga mótum á vegum GSÍ í sumar. Sannarlega eftirtektarverður hópur sem hefur verið duglegur að æfa og keppa í sumar. Einnig voru veitt verðlaun fyrir mestu forgjafalækkun barna og unglinga í sumar en hjá strákum var Björn Viktor með 41% lækkun forgjafar og hjá stelpum var Kristín Vala með 39% lækkun.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir árangur á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröð Íslandsbanka en þar hlutu þau Björn Viktor og Guðrún Nolan verðlaun fyrir árangur á Íslandsbankamótaröðinni sem og Kristín Vala og Gabríel Þór verðlaun fyrir góðan árangur á Áskorendamótaröð Íslandsbanka.
Að lokum voru Brellumeistarar GL krýndir en í ár voru það systkinin Kári og Klara Kristvinsbörn sem hlutu þau verðlaun fyrir frábær brellumyndbönd. Brellumeistarinn var skemmtileg keppni sem sett var á laggirnar í sumar en þar voru krakkarnir hvött til að mynda hópa um að taka upp brelluhögg og senda á Birgi Leif Íþróttastjóra sem skipaði dómnefndina. Virkilega skemmtileg nýjung sem þjappaði hópnum saman og jók á samheldni og viðveru á golfvelli sem og með kylfu í hönd heima við!
Barna og unglinganefnd og þjálfarar þakka fyrir viðburðaríkt og skemmtilegt sumar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content