Laugardaginn 18. mars kl. 13:00 taka stelpurnar í meistaraflokki kvenna á móti KR í þriðja leik sínum í Lengjubikarnum.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt hafa okkar stelpur farið vel af stað og hafa unnið fyrstu tvo leikina sína, á meðan KR-ingar gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum. Það er þó aldrei á vísan að róa í fótbolta og það á ekki síst við þegar þessi lið mætast. Á síðustu 10 árum hafa liðin mæst sjö sinnum, ÍA hefur unnið 4 leiki, KR 3 og markatalan er 12-12.
Við hvetjum alla sem tök hafa á til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar okkar áfram.
Áfram ÍA