Í kvöld, miðvikudaginn 22. mars, kl. 20:00 tekur meistaraflokkur kvenna á móti Keflavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins.
Þetta er toppslagur í deildinni því fyrir leikinn eru Skagastúlkur taplausar á toppnum með 7 stig en Keflavík í öðru sæti með 6 stig. Það má því reikna með baráttuleik.
Liðin hafa mæst 8 sinnum á síðustu 6 árum en þar af hefur ÍA unnið 5 leiki og markatalan er 22-7. Keflavík hefur aðeins unnið 2 þeirra en annar sigurinn kom einmitt í síðasta leik liðanna í Faxaflóamótinu nú í janúar.
Við hvetjum alla til að skella sér í Höllina í kvöld og styðja við bakið á stelpunum.
Áfram ÍA