ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Leikurinn var 4 x 10 mínútur

Leikurinn var 4 x 10 mínútur

09/02/15

#2D2D33

‘-sigur karfan þegar lokaflautan gall

ÍA fékk félaga sína úr KFÍ í heimsókn í Býflugnabúið á Vesturgötu í gær. Stutt var á milli leikja hjá báðum liðum en bæði lið léku einnig á föstudaginn. Leikurinn bar þess merki, sérstaklega hjá heimamönnum, í fyrri hálfleik en ÍA rétti úr kútnum í seinni hálfleik.KFÍ skoraði fyrstu körfuna en ÍA komst svo í 3-2. Eftir það var leikurinn í höndum gestanna frá Ísafirði og þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 11-19 og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn kominn í tólf stig, 27-39 og leikur heimamanna langt frá því að vera sannfærandi eða líklegur til árangurs.
Hálfleiksræðan var ákveðin og skagamenn voru ákveðnir í að koma til baka. Eitthvað vantaði þó uppá að hönd fylgdi huga og margir tapaðir boltar á stuttum tíma urðu til þess að ÍA tók leikhlé og það er óhætt að segja að allir í húsinu hafi heyrt hvað sagt var á bekknum ÍA meginn. Þessi hárblásari virkaði á strákan sem tóku við sér, unnu 3. leikhluta 20-18 og munurinn kominn í 10 stig fyrir síðasta leikhlutann.Gestirnir úr KFÍ vissu að klukkan væri að vinna með þeim á þessum tímapunkti, léku langar sóknir og skutu helst ekki fyrr en skotklukkan gall. Þetta plan virtist ætla að ganga upp og þegar rétt rúmar 17 sekútur voru eftir af leiknum var staðan 72-77 fyrir KFÍ.
Þá tók við hreint ótrúlegur kafli. Leikhlé var tekið og ÍA byrjaði með boltann. Áskell tekur innkast, gefur á Zachary sem tekur nokur drippl áður en hann fer í 3ja stiga skot. Varnarmaður KFÍ brýtur á Zach í skotinu og hann fer á línuna til að taka 3 vítaskot. Fyrsta skotið geigar, annað skotið fer beint ofaní og þriðja skotið líka. KFÍ tekur inn boltann og leikmenn ÍA brjóta strax og Nebojsa fer á vítalínuna í stöðunni 74-77 og 12,3 sekúntur eftir. Nebojsa klikkar á báðum skotunum, Elli Ott tekur frákastið, gefur boltann beint á Zachary og leikmenn KFÍ brjóta klaufalega á honum, ÍA komið í skotrétt þannig að hann fer aftur á vítalínuna hinumegin, 9,3 sekúntur eftir og staðan ennþá 74-77. Zachary hitti úr fyrra vítinu en seinna vítið klikkaði, Zachary stökk þó manna hæst og náði frákastinu sjálfur og blakaði boltanum ofaní, þriggja stiga sókn og staðn orðin jöfn, 77-77. KFÍ tekur innkast, boltinn berst afur til Bigga sem leggur af stað dripplandi upp völlin áður en Ómar nær að brjóta á honum og 6 sekúntur eftir af leiknum. Biggi fór á vítalínuna, setti fyrra vítið niður, staðan orðin 77-78. Seinna vítið klikkar, Elli nær frákastinu og reynir sendingu á Ómar en leikmaður KFÍ nær nánast að stela boltanum en missir hann útaf. Það endar með því að ÍA fær innkastið, 3,7 sekúntur eftir og KFÍ einu stigi yfir. Bekkurinn hjá ÍA er fljótur að hugsa og kallar strax leikhlé og leggja á ráðin fyrir síðasta skotið. Áskell stillir sér upp fyrir utan hliðarlínuna, gefur boltann inn á Zachary sem leggur af stað í áttina að körfunni, tíminn tikkar Zach losar sig við boltann í mjög erfitt skot, lokaflautið kemur og boltinn svífur í áttina að körfunni og syngur í netinu. 2 stig til ÍA og lokatölurnar 79-78, ÍA kemst yfir í fyrsta sinn í leiknum síðan í stöðunni 3-2.Eins og fram kemur hér að ofan skoraði ÍA einungis 11 stig í fyrsta leikhluta og 27 í fyrri hálfleik. Liðið skoraði hins vegar 32 stig í fjórða leikhluta og þar af 14 stig á síðustu 58 sekúntunum, sem verður að teljast nokkuð gott. Það má því segja að fyrri og seinni hálfkeikur hafi verið eins og svar og hvítt.Gríðarlegur fögnuður brýst út í Býflugnabúinu og stemmningin í líkingu við að titill hafi unnist.Það þarf ekki að fara mörgun orðum um hversu mikilvægur þessi sigur var og fögnuðurinn í leikslok sýndi hvað leikmönnum ÍA langaði að landa þessum sigri.
Þótt óhætt sé að segja að sigurinn hafi verið sigur liðsheildarinnar verður að segjast að Zachary Jamarco Warren var maður leiksins með 27 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og sigur körfuna í lokin, og allt í lagi að það fylgi með að hann fór jú meiddur af velli í síðasta heimleik og gekk ekki heill til leiks í gær. Áskell átti einnig mjög góðan leik og skilaði 22 stigum. Ómar var enn einn leikinn að leika “ósýnilega“ leikinn sem er svo mikilvægur og stattaði einnig vel með 12 stig og 10 fráköst. Fannar spilaði rétt rúmlega hálfan leikinn en óvíst var með þátttöku hans fyrir leik sökum meiðsla og eftir á að hyggja var fínt að hann fékk sína fimmtu villu og kláraði leikinn sem þjálfarinn á bekknum.Hjá KFÍ var Birgir Björn Pétursson virkilega öflugur með 17 stig og 15 fráköst en Nebojsa Knezevic var stigahæstur með 34 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og frábæra skotnýtingu nema kannski af vítalínunni, og sérstaklega þegar mest var undir.Frekari tölfræði úr leiknum má nálgast hér

Myndband af síðustu körfu leiksins má sjá hér

Myndasafn sem Jónas H. Ottósson tók er svo aðgengilegt hér

Að lokum má geta þess að síðustu 17 sekúntur leiksins eru aðgenginlegar á Facebook síðu okkar og hægt að sjá hana með því að smella hér
eða með því að smella beint á þennan link

Áfram ÍA í gær – Áfram ÍA í dag – Áfram ÍA alltaf

Edit Content
Edit Content
Edit Content