ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Leikir yngri flokka um helgina

Leikir yngri flokka um helgina

08/12/17

#2D2D33

Yngri flokkarnir okkar eiga heimaleiki þessa helgina.

Það byrjar á því að á morgun, laugardaginn 9. desember, kl. 13:30 tekur A-lið ÍA/Skallagríms í 3. flokki karla á móti HK. Það er ljóst að þetta verður erfiður leikur, HK-ingar koma ósigraðir inn í hann en okkar strákar eiga að baki einn sigur og eitt tap. Leikur B-liðanna fer fram kl. 15:00, þar eru bæði lið með 3 stig fyrir leikinn eftir að okkar strákar unnu góðan 5-0 sigur á Keflavík um síðustu helgi. C-liðin eigast svo við kl. 17:30 en þar eru bæði lið í leit að sínum fyrstu stigum.

Leikir sunnudagsins hefjast kl. 13:00 þegar A-lið 4. flokks karla tekur á móti Keflavík. Um er að ræða fyrsta leik okkar stráka en Keflvíkingar eiga að baki einn sigur í mótinu. Kl. 14:20 mætast B-lið sömu félaga, þetta er annar leikur beggja liða í mótinu og bæði máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð. C-liðin mætast kl. 15:40 en þau eru bæði án stiga fyrir leikinn.

Kl. 17:00 hefst leikur A-liðs 2. flokks karla, ÍA/Kári, gegn Breiðabliki. Okkar menn hafa þar 7 stig eftir 3 leiki en Breiðablik hefur aðeins lokið einum leik, en þeir sigruðu hann örugglega. B-liðin taka svo við kl. 18:45. Þar hafa bæði lið átt heldur brösótta byrjun, Blikar hafa náð í 1 stig úr fyrstu tveimur leikjunum en okkar strákar eru en án stiga.

Áfram ÍA!

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content