ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Leikir yngri flokka um helgina

Leikir yngri flokka um helgina

07/04/17

#2D2D33

Helgin hefst í kvöld, föstudaginn 7. apríl, með leik hjá B-liði 2.flokks karla ÍA/Kári. Þeir taka á móti liði Snæfellsness kl. 18:30 í Akraneshöllinni. Skagastrákar eru í harðri baráttu við Breiðablik á toppnum, eru sem stendur í efsta sætinu á markamun svo það eru öll stig í boði mikilvæg. Okkar strákar hafa nú unnið 7 leiki í röð í mótinu og eru ákveðnir í að gefa ekkert eftir. (Myndin með fréttinni var tekin eftir 4-0 sigur liðsins á liði Selfoss/Hamars/Ægis).

Laugardaginn 8. apríl kl. 11:10 spilar 5.flokkur kvenna, bæði A- og B-lið við HK í Kórnum. Skagastúlkur hafa fyrir leikinn þriggja stiga forskot hjá A-liðunum en B-liðið er einu stigi á eftir.

Sunnudaginn 9. apríl hefur 4. flokkur kvenna leikinn en A-lið ÍA/Skallagríms mætir Haukum á Ásvöllum kl. 11:00. Ef marka má töfluna er nokkuð jafnræði með liðunum, en okkar stúlkur hafa eins stigs forskot á andstæðinginn. B-liðin mætast kl. 12:20, þar er munurinn meiri, Skagastúlkur sitja í 4. sæti með 10 stig en Haukar eru í botnsætinu, enn án stiga.

Hér heima tekur A-lið 3. flokks karla á móti Stjörnunni kl. 13:00. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en Stjarnan hefur betra markahlutfall. B-liðið á líka leik, á móti Breiðabliki, kl. 14:30. Stigasöfnunin hefur gengið svolítið erfiðlega hjá okkar strákum en þeir hafa þó skorað í öllum leikjum sínum.

Áfram ÍA!!!

 

Aðrir leikir í Höllinni næstu vikuna:

Laugardagur 8. apríl. kl. 15:00 Skallagrímur – Kría í Lengjubikarnum

Fimmtudagur 13. apríl kl. 16:00 Kári – Þróttur V í Lengjubikarnum

 

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content