Nú höfum við aðeins tapað þræðinum í að minna á leiki yngri flokkanna, en minnum á að auðvelt er að fylgjast með því hvenær leikir eru á dagskrá á ia.minirleikir.is
Flest liðin hafa lokið leik í Faxaflóamótinu, en þar er aðeins eftir að leika örfáa leiki sem af einhverjum ástæðum þurfti að fresta fyrr í vetur/vor. Sum liðin hafa þegar hafið keppni í Íslandsmótinu.
En næstu leikir eru sem hér segir:
Á morgun, laugardaginn 20. maí, fer 2. flokkur karla ÍA/Kári í Kópavoginn og mæta Breiðabliki í Fífunni. Búast má við hörkuviðureignum en A-liðin voru í efstu tveimur sætunum bæði í Íslandsmóti 2016 og Faxaflóamótinu nú í vetur og B-liðin voru sömuleiðis í efstu tveimur sætunum í Faxaflóamótinu. A-liðin leika kl. 15:15 en B-liðin kl. 17:05
Sunnudaginn 21. maí hefur 3. flokkur karla leik í mótinu þegar þeir fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni. A-liðin leika kl. 12:00 en B-liðin kl. 13:45
Mánudaginn 22. maí taka stelpurnar í 4.flokki ÍA/Skallagríms á móti Breiðablik 2. Þetta eru fyrstu leikir liðanna í Íslandsmótinu. A-liðið leikur kl. 18:00 og B-liðið kl. 19:30.
Miðvikudaginn 24. maí leikur 3. flokkur kvenna sinna annan leik í mótinu þegar þær heimsækja Fylki í Árbæinn kl. 16:00. Þennan sama dag á 3. flokkur karla svo sína fyrstu heimaleiki þegar Fram/Skallagrímur koma í heimsókn. A-liðin leika kl. 18:00 en B-liðin kl. 20:00.
Fimmtudaginn 25. maí leikur 2. flokkur kvenna sinn annan leik í Íslandsmótinu þegar þær gera sér ferð á norðurlandið og mæta þar liði Þórs/KA/Hamranna kl. 18:15. Stelpurnar léku sinn fyrsta leik í gærkvöldi og unnu þá góðan sigur á Keflavík í miklum markaleik, þar sem lokatölur urðu 6-4 fyrir Skagastúlkur.
Áfram ÍA