ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Leikir yngri flokka helgina 31.3-2.4

Leikir yngri flokka helgina 31.3-2.4

31/03/17

#2D2D33

Aldrei þessu vant eru allir leikir yngri flokkanna heima í Akraneshöll þessa helgina.

Það er lán í óláni að þar sem þessi frétt komst svo seint í loftið þá er fyrsta leik helgarinnar lokið. En í kvöld, 31. mars, kl. 20:00 tók A-lið 3. flokks karla á móti Keflavík hér í Höllinni í Faxaflóamótinu. Það er ánægjulegt frá því að segja að Skagastrákar unnu góðan 4-1 sigur í leiknum. Þeir sitja þó sem áður í 6. sætinu en það er rétt að geta þess að aðeins 2 stig skilja að 2.-6. sætið svo þeir eru svo sannarlega með í slagnum.

Á morgun, laugardag, er það B2 lið 4. flokks karla sem byrjar daginn þegar þeir taka á móti HK kl. 13:00. Þrjú stig skilja liðin að fyrir leikinn en markamunur er sá sami. Skagastrákar hafa því tækifæri til að vinna sig upp um allt að tvö sæti með hagstæðum úrslitum. Kl. 17:00 tekur A-lið 4.fl.kk á móti Breiðabliki. ÍA er aðeins 3 stigum á eftir Blikum, en þyrftu þó að eiga vel yfir meðallagi dag til að hafa sætaskipti við þá þar sem Breiðablik hefur töluvert betri markatölu. Í beinu framhaldi, eða kl. 18:20, mætast B-lið sömu liða. Þar er svipuð staða uppi á teningnum, aðeins 3 stig skilja liðin að en heldur fleiri mörk.

Sunnudaginn 2. apríl á 5. flokkur karla fyrsta leik. A- og C-liðin leika kl. 13:00 gegn Stjörnunni, en B- og D- liðin kl. 13:50. B- og C- liðin eru enn í leit að fyrsta sigrinum, A-liðið hefur 3 stiga forskot á andstæðinginn og á auk þess leik til góða og D-liðið hefur jafnmörg stig og Stjarnan, en á leik til góða.

Dagurinn endar svo á því að 2. flokkur kvenna fær Keflavík í heimsókn í Faxaflóamótinu kl. 16:00. Skagastúlkur hafa tveggja stiga forskot á andstæðinginn fyrir leikinn en Keflvíkingar eiga þó leik til góða.

 

Einn annar leikur fer fram í Akraneshöllinni um helgina, en það er leikur Kormáks/Hvatar og GG í Lengjubikar karla sem fer fram laugardaginn 1. apríl kl. 15:00.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content