ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Leikir um helgina

Leikir um helgina

24/11/17

#2D2D33

Það verður nokkuð róleg helgin í Akraneshöllinni núna um helgina, en aðeins er einn leikur á dagskrá þar. Hann er á laugardag kl. 17:00 þegar 3.fl.kvk, ÍA/Skallagrímur tekur á móti ÍBV í Faxaflóamótinu.

3. og 4. flokkur karla eiga hins vegar leiki á höfuðborgarsvæðinu.

3. flokkur karla hjá ÍA/Skallagrími heimsækir Breiðablik í Fífuna á laugardaginn, A-lið leika kl. 13:15, B-lið kl. 14:45 og C-lið kl. 17:00. Öll liðin eru þar með að hefja sinn leik í Faxaflóamótinu þennan veturinn.

Klukkan 14:20 á laugardaginn heimsækir B-lið 4. flokks karla Stjörnuna 2 í Garðabæinn, en C-liðið fer í Fífuna að keppa við Breiðablik 3 kl. 16:40 á sunnudaginn. Þetta eru einnig fyrstu leikir þessara liða í Faxaflóamótinu.

Áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content