Meistaraflokkur karla tekur á móti KR í Akraneshöllinni á laugardaginn, 18. nóvember, kl. 11:00.
Sagan sér til þess að leikir við KR eru ALLTAF stórleikir. Á vef KSÍ eru til 137 skráðir leikir á milli félaganna og tölfræðin gæti varla verið jafnari. ÍA hefur unnið 55 leiki, tapað 54 og 28 leikir hafa endað með jafntefli. Markatalan er 215-215. Síðasti sigur ÍA á KR kom í Pepsideildinni í júní 2016 í vesturbænum og mörkin úr þeim leik má sjá hér.
Við hvetjum alla Skagamenn til að kíkja í höllina, styðja strákana og taka þátt í nýju tímabili frá upphafi.
Áfram ÍA!